Sundlaug Breiðholtsskóla

sundlauginSundlaugin var tekin í notkun árið 1976. Hún er 16 2/3 m á lengd og 8 m á breidd og segldúksklædd að innan. Dýpt laugarinnar er allt frá 90 cm að 120 cm. Fljótlegar eftir að laugin var tekin í notkun fengu aðrir skólar að nýta sér hana, þar á meðal Ölduselsskóli á árunum í kringum 1980. Einnig upp úr 1990 komu nemendur úr Ártúnsskóla í nokkur ár og lærðu sundtökin hjá okkur.

Frá  vetrinum 1995-96 hefur Fossvogsskóli fengið aðstöðu hjá okkur og er nemendum ekið í rútu hingað upp eftir. Búningsaðstaða var til bráðabirgða vinnuskúrar en nýtt sundlaugarhús með góðri búningsaðstöðu og tækjum í kjallara til hitunar og hreinsunar kom veturinn 1984-85. Fyrstu ár Breiðholtsskóla fóru nemendur í sund í Sundhöll Reykjavíkur og aftur þegar sundlaugarhúsið var byggt veturinn 1984-85. En upp frá þeim tíma hefur sundið verið fellt inn í stundaskrá nemenda líkt og leikfimin.

Prenta | Netfang