Skólaheilsugæsla

Hjúkrunarfræðingur skólans er Arnheiður Magnúsdóttir

Viðvera hjúkrunarfræðings í skólanum er að öllu jöfnu á þessum tímum:

Mánud:             8:00-11:50

Þriðjud:             9:00-11:50

Miðvikud:           8:00-16:00

Fimmtud:           8:00-11:50

Föstud:              8:00-11:50

Utan þess tíma er alltaf hægt að leggja fyrir skilaboð hjá ritara skólans, á heilsugæslunni eða senda mér tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Starfssemi heilsuverndar skólabarna er framkvæmd eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda og á heilsuvefnum www.6h.is geta foreldrar séð hvaða áherslur eru eftir aldri. Slóð beint inn á þessar upplýsingar er hér.

Einnig má skoða hér fréttabréf til foreldra um skólaheilsugæslu. http://www.6h.is/images/stories/Foreldrabref/heilsuvskolabarna.pdf

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þetta vel og hikið ekki við að hafa samband við mig ef einhverjar spurningar vakna.

Á haustin þegar skólar byrja fer blessuð lúsin á kreik. Lúsin fer víst ekki í manngreinarálit og geta allir fengið lús og er því nauðsynlegt að vera vakandi fyrir henni. Hér má sjá leiðbeiningar um fyrirbyggjandi aðferðir og meðferð við lús.  

Einnig er hægt að sjá mjög góðar leiðbeiningar og myndbönd um fyrirbyggingu og meðhöndlun á lús á vefslóðinni: http://farvellus.dk/

Góðar ráðleggingar til að forðast lús:

.       Geyma húfur og trefla í úlpuermum

.       Ekki lána bursta, greiður eða höfuðföt

.       Kembing er öruggasta leiðin til að finna lús og því er ráðlagt að kemba t.d. á 2 vikna fresti yfir veturinn (sjá hlekki hér að ofan).

Verið velkomin að hafa samband ef nánari upplýsingar óskast.

Með bestu kveðjum og von um gott samstarf

Arnheiður Magnúsdóttir
hjúkrunarfræðingur Breiðholtsskóla