Skip to content

Námsver

Samkvæmt Lögum um grunnskóla nr. 91/2008 á skólinn „að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.” Í reglugerð um nemendur með sérþarfir nr. 585/2010 er áréttað að allir nemendur eigi að fá “jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum án aðgreiningar þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra.”

Stuðningur og sérkennsla eru ætluð þeim sem þurfa meiri hjálp við nám sitt en kennarar geta veitt í almennum kennslustundum. Námsver Bre gegnir iðlykilhlutverki í stuðningi og sérkennslu skólans, bæði fyrir getulitla og getumikla nemendur. Í námsveri fá nemendur aðstoð til lengri eða skemmri tíma og er hún sniðin að þörfum hvers og eins á því sviði sem þörf er á. Í Garðaskóla er að jafnaði ekki gerð krafa um að nemandi hafi greiningu á námsvanda til að hann fái sérþjónustu. Ef nemandi hefur þörf fyrir sérþjónustu þá leggur starfsfólk skólans sig fram um að mæta henni. Skólinn leggur höfuðáherslu á að stundaskrá nemenda sé miðuð að þörfum og óskum hvers nemenda þannig að hann geti staðið undir þeirri ábyrgð sem henni fylgir.

Stuðningur og sérkennsla fer fram í námsveri Garðaskóla og stýrir deildarstjóri námsvers starfsemi þess. Í námsveri starfa kennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar og aðrir sérfræðingar eftir þörfum hverju sinni. Starfsfólk námsvers er ávallt í nánu samstarfi við deildarstjóra árganga og náms- og starfsráðgjafa skólans. Kennsla í námsveri fer fram inni í bekkjum, í litlum hópum og einstaklingslega, allt eftir þörfum og aðstæðum. Fjöldi tíma sem nemendur sækja er mjög mismunandi. Sumir sækja tímabundið einn tíma á viku á meðan aðrir nemendur sækja allt að 20 klst. á viku allt skólaárið í námsveri. Hjarta námsversins slær í stuðningstímum sem nemendur geta sjálfir sótt um til viðbótar við fasta tíma í stundaskrá. Í námsveri hittast nemendur úr ýmsum áttum og þar finna nemendur vel að þeir fá stuðning þar sem þeir þurfa á honum að halda. Mikil áhersla er lögð á að námsverið haldi áfram að þróast og styrkja stöðu sína sem lykilþáttur í