Móttökuáætlanir
Móttaka nýrra nemenda
Innrita þarf nýja nemendur á Mínum síðum – Rafræn Reykjavík. Ef nemendur eru að koma erlendis frá og hafa ekki íslenska kennitölu þarf forráðamaður að hafa samband við skólann. Eftir að nemandi hefur verið samþykktur inn í skólann er fundinn tími þar sem nemandi og forráðamaður geta komið og skoðað skólann, veitt upplýsingar um stöðu nemandans og fengið upplýsingar um skólastarfið. Skólastjórnandi tekur á móti nemanda og forráðamönnum.
Móttaka nemenda með sérþarfir
Í 17. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir:
,,Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis.“
Sérkennsluþörf nemenda með sérþarfir í Breiðholtsskóla er metin með skimunum
á námslegri stöðu, prófunum sérfræðinga, mati umsjónarkennara og sérkennara.
Einnig er þörfin metin út frá gögnum sem berast frá leikskólum eða þeim skóla
sem nemandinn kemur úr. Nemendur sem falla undir viðmið um fatlanir fá
sérkennslu eða stuðning eins og með þarf hverju sinni enda hafi greining á
erfiðleikum eða fötlun farið fram af viðurkenndum aðilum.
Stjórnendur boða forsjáraðila nemanda og þá starfsmenn sem koma til með að
vinna með nemandanum, á móttöku fund þar sem tilfærsla nemandans er rædd
og skipulögð.
Farið er með nemanda og forsjáraðilum um skólann og nemandi kynntur fyrir
umsjónarkennurum og bekkjarfélögum.
Eftir samþykkt
● Þegar nemandinn hefur verið samþykktur inn í skólann fer ritari skólans
yfir skráningu hans í Mentor.
● Upplýsingarblöðum um heilsufar er komið til skólahjúkrunarfræðings.
● Skólastjóri upplýsir umsjónarkennara og aðra starfsmenn um komu
nemandans í skólann.
● Upplýsingaöflun: Ef nemandi þarf á sérúrræði að halda er deildarstjóri
stoðþjónustu látinn vita. Hann hefur samband við skólann sem nemandinn er
að koma úr að fengnu samþykki foreldra og fær áframsend gögn. Einnig
hugar hann að því hvort skilafundur sé nauðsynlegur og tímasetur hann.
Þá kemur hann upplýsingum til umsjónarkennara og forstöðumanns
frístundaheimilis ef það á við.
● Skólahjúkrunarfræðingur kemur heilsufarsupplýsingum til umsjónar-
kennara og deildarstjóra stoðþjónustu ef þörf er á.
● Umsjónarkennarar gæta þess að koma öllum upplýsingum varðandi
skólastarfið til foreldra.
● Umsjónarkennari sér til þess að fyrstu daga nemandans í skólanum sé
honum fenginn tengiliður úr hópi samnemenda. Honum er ætlað að veita
nýja nemandanum stuðning fyrstu vikurnar.
Móttökuviðtal
● Móttökuviðtalið sitja forráðamenn, nemandi, skólastjórnandi, deildarstjóri
sérkennslu, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji
viðtalið.
● Gerð er einstaklingsáætlun ef þarf, í samvinnu við deildarstjóra stoðþjónustu
og umsjónarkennara. Jafnframt er ákveðið hvenær nemandinn er með í
almennum bekk og hvenær í sérkennslu. ● Í lok viðtals er ákveðinn fundatími með foreldrum, nemanda,
umsjónarkennara og deildarstjóra. Sá fundur er til eftirfylgni og til að
kanna líðan nemandans í skólanum.
● Umsjónarkennari sér um að koma nauðsynlegum upplýsingum um
nemandann til allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum.
Eftirfarandi þættir eru útskýrðir fyrir forráðamönnum og nemandanum í
móttökuviðtalinu
● Kynning á stoðþjónustu Breiðholtsskóla.
● Stundaskrá nemandans. Farið yfir hverja kennslustund þannig að ljóst sé
um hvaða námsgrein er að ræða.
● Íþróttir og sund. Staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu og
mætingar.
● Skóladagatal. Farið yfir þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar.
● Símanúmer skólans, heimasíða og netföng kynnt.
● Skólareglur og mætingarskylda.
● Mötuneyti og nestismál kynnt forráðamönnum.
● Frístundaheimilið Bakkasel kynnt ef um nemanda í 1. – 4. bekk er að að
ræða.
● Ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum.
● Hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum.
● Hlutverk forráðamanna hvað snertir heimanám og samstarf heimilis og
skóla.
● Mentor kynntur fyrir forráðamönnum og þeir fá lykilorð sent í tölvupósti.
● Farin kynnisferð um skólann.
Umsjónarkennari sér um að koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til
allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum.
Einstaklingsáætlun
Margir nemendur vinna eftir einstaklingsáætlun. Það er áætlun sem nemandi
setur sér fyrir ákveðið tímabil í samvinnu við kennara sinn og foreldra, gjarnan í
foreldraviðtali.
Einstaklingsáætlun tekur almennt mið af getu nemandans, áhuga og námsstíl. Í
áætluninni kemur fram hvaða markmiðum nemandinn hyggst ná í einstökum
námsgreinum. Oft er tilgreint hvernig árangurinn verði metinn.
Einstaklingsnámskrá
Í Breiðholtsskóla er unnið eftir hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar sbr.
stefnu fræðsluyfirvalda í Reykjavík, grunnskólalögum og Aðalnámskrá
grunnskóla. Leiðir að því markmiði felast m.a. í einstaklings / hópamiðuðu námi,
sveigjanlegum kennsluháttum, blönduðum námshópum, samstarfi kennara, fjölbreyttum og sveigjanlegum sérúrræðum og markvissum stuðningi við kennara.
Þegar upp kemur vandi hjá einstökum nemendum eða námshópum er lögð
áhersla á að vandinn sé rétt skilgreindur og einstaklingsnámsrá unnin í samræmi
við niðurstöður greiningar. Nemendur sem einhverra hluta vegna fylgja ekki námsefni námshópsins vinna eftir einstaklingsnámskrá. Það er áætlun sem umsjónarkennari gerir fyrir nemandann ásamt sérkennara í samvinnu við foreldra og nemanda.
Móttaka nemenda með íslensku sem annað tungumál.
,,Móttökuáætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni
þeirra, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum. Tryggja skal að þessir nemendur og
foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýsingum um grunnskólastarf.“
(Sbr. 16. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008)
Móttökuáætlun Breiðholtsskóla vegna nemenda með íslensku sem annað mál tekur mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum. Tryggja skal að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýsingum um skólann og þjónustuna í hverfinu. Áætlun skólans og gátlistarnir eru að miklu leyti byggðir á vinnu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ítarlegri upplýsingar og gagnlegar slóðir má nálgast hér- Móttökuáætlun vegna barna með íslensku sem annað tungumál.
Móttökuáætlun Breiðholtsskóla tilgreinir ítarlega hvað fer fram við innritun nemanda,
nauðsynlegan undirbúning foreldra/skólans fyrir komu nemandans og fyrstu skref hans. Einnig
fjallar hún um hvað felst í móttökuviðtali og gátlista sem nauðsynlegt er að nota við undirbúning
móttökuviðtals.
Innritun
Þegar foreldrar óska eftir skólavist fyrir barn sitt fá þeir afhent innritunarblað. Mikilvægt er að
sá sem tekur á móti foreldrum fái upplýsingar um nafn nemandans, fæðingarár, símanúmer,
þjóðerni og tungumál svo hægt sé að útvega túlk ef þörf krefur. Hægt er að skrá nemandann í skólann án þess að hann sé með kennitölu, en foreldrum er bent á að sækja sem fyrst um kennitölu fyrir nemandann.
Við innritun er ákveðinn tími fyrir móttökuviðtal. Viðtalið fer fram með foreldrum/forráðamönnum, nemanda, umsjónarkennara, skólastjórnanda, tengilið Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og túlki ef þörf er á. Foreldrar fá upplýsingar um hverjir muni sitja fundinn, auk þess sem þeim er bent á hvaða gögn þeir þurfa í móttökuviðtalið þ.e. upplýsingar um fyrri skólagöngu (námsmat og greiningar),
heilbrigðisvottorð og bólusetningarvottorð. Undirbúningur fyrir komu
Skólastjórnendur velja umsjónarhóp fyrir nemandann og er umsjónarkennara tilkynnt um komu
hans og hvenær móttökuviðtalið fer fram. Mikilvægt er að umsjónarkennari undirbúi bekkinn
fyrir komu nemandans, sjá Gátlisti fyrir kennara. Öðrum kennurum sem kenna bekknum er
einnig tilkynnt um væntanlegan nemanda. Tekin eru saman þau gögn sem nauðsynlegt er að
hafa meðferðis í móttökuviðtalið, sbr. Gátlista fyrir móttökuviðtal nemenda með íslensku sem annað tungumál. Markmið móttökuviðtalsins er tvíþætt annars vegar að afla upplýsinga um nemandann og hins vegar að veita upplýsingar um skólann þ.á.m. um hvað nemandinn skal hafa með í skólann, hvað foreldrar þurfa að útvega s.s. skólatösku, pennaveski, íþróttaföt, sundföt o.s.frv. um nesti, hádegismat, frístundastarf og foreldrafélagið. Einnig um hvað skólinn útvegar s.s. nemendabækur, bókasafnsbækur, orðabækur og nemendaskápa.
Veita skal foreldrum upplýsingar um starfshætti skólans, skólareglur og hefðir, næringu og heilsu, samstarf skóla og skólaforeldra, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og annað íþrótta- og æskulýðsstarf í hverfinu. Einnig er mikilvægt að upplýsa foreldra um ábyrgð og skyldur foreldra í íslensku skólakerfi enda getur það verið gerólíkt því sem foreldrarnir hafa vanist. Loks skal upplýsa foreldra um viðbrögð við óveðri.
Þetta getur einnig átt við um uppeldi og því er lagt til að skólinn prenti út og afhendi foreldrum bæklinginn Við og börnin okkar. Gera þarf ráð fyrir tíma til að kynna foreldrum Rafræna Reykjavík og Mentor og aðstoða við skráningu. Áður en viðtalinu lýkur er fjölskyldunni fylgt um skólann og frístundaheimilið/félagsmiðstöðina. Jafnframt er ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum.
Íslenska grunnskólakerfið – myndbönd
Hér gefur að líta glæsileg myndbönd þar finna má greinagóða lýsingu á íslenska grunnskólakerfinu. Myndböndin eru sérstaklega gagnleg fyrir foreldra sem eru eiga börn sem eru að hefja skólagöngu. Myndböndin má finna á íslensku, ensku, filipseysku, pólsku og arabísku. En til stendur að talsetja myndbandið á enn fleiri tungumálum.
Gátlistar skólans.