Skip to content

Í Breiðholtsskóla leggjum við áherslu á góða, kurteislega og vingjarnlega framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á sinni eigin framkomu. Við þurfum að koma vel fram við aðra.
Í skólanum gilda ákveðnar skólareglur sem ná til framkomu almennt í skólanum. Sumar bekkjardeildir ákveða að setja til viðbóta sérstakar reglur um framkomu og samskipti innan bekkjarins. Það eru þá nemendur sjálfir sem hafa sett sér þær reglur ásamt umsjónarkennara sínum. Nokkrar bekkjardeildir hafa nú í haust farið í gegnum ákveðið námskeið sem nefnist "Betri framkoma- bætt samskipti" þar sem nemendur setja sér ákveðnar samskipta- og vinnureglur og æfa sig síðan í að vinna með bekkjarfélögum sem þeir eru almennt ekki að vinna með. Um er að ræða stutt verkefni þar sem nemendur þurfa að byggja á samskiptum sínum við hvorn annan og nýta styrk og hæfileika hvors annars. Við þetta kynnast nemendur betur innan bekkjardeilda og læra oftar en ekki að meta betur sambekkinga sína.
Námskeiðið eru byggt á grunni aðferðarfræða markþjálfunar og hugrænnar atferlismeðferðar. Stefnt er að því að allar bekkjardeildir Breiðholtsskóla fari í gegnum þetta ferli nú á haustönn 2018.

Námskeiði "Betri framkoma - betri samskipti"  hóf göngu sína í Breiðholtsskóla haustið 2017 í 6. bekk og líkaði vel. Foreldrar nemenda lýstu einnig ánægju sinni með námskeiðið.