Skip to content

Að byrja í grunnskóla

Samstarf leikskólana í hverfinu miðar að því að auðvelda börnum flutninginn af einu skólastigi yfir á annað. Elstu börnin í leikskólanum eru flest væntanlegir nemendur Breiðholtsskóla og því mikilvægt að þau fái tækifæri til að kynnast starfinu í grunnskólanum og aðstæðum. Verðandi nemendur í 1. bekk koma í heimsókn áður en formleg skólaganga hefst og eru þær heimsóknir samstarfsverkefni leik- og grunnskóla.

Í maí er væntanlegum nemendum boðið í heimsókn  og þeir taka þátt í frímínútum og nesti. Formlegir vorskóladagar eru 19. og 20. maí og eru þeir skipulagðir í samstarfi við leikskólana.

Foreldrar barna í verðandi 1. bekk verða boðaðir á sérstakan kynningarfund í upphafi skólaárs þar sem farið verður yfir skipulag skólaársins og hagnýtar upplýsingar tengdar skólastarfinu 2021-2022. Þar munu umsjónarkennarar afhenda skóladagatal, stundatöflur og veita allar nauðsynlegar upplýsingar, s.s. hvað nemendur þurfa að hafa meðferðis í skólann og hvernig skipulagi skólastarfsins er háttað.  Nánari upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans og í starfsáætlun skólans.

Hvað þarf að hafa meðferðis í skólann:

Skóladót: Nemandi fær öll skólagögn í skólanum.

Nesti: Barnið á að koma með hollt nesti; ávexti, grænmeti eða hollt brauð með hollu áleggi. Eingöngu má koma með vatn í brúsa. Nemendur taka nestisafganga með sér heim. Breiðholtsskóli er hnetufrír skóli.

Íþróttir og sund: Íþróttahús og sundlaug eru staðsett í  skólanum. Yngstu nemendurnir fá fylgd í og úr sundi og íþróttum. Nemendur þurfa ekki að vera með sérstök íþróttaföt og mælt er með að nemendur séu berfættir eða í gripsokkum. Foreldrar eru hvattir til þess að senda börn sín í fatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í.

Fatnaður: Barnið verður að koma vel búið í skólann og klætt eftir veðri. Á hverjum degi er útivera. Mikilvægt er að hafa aukaföt s.s. sokka og buxur í töskunni og munið að merkja allan fatnað vel.

Smellið hér til að nálgast pdf-skjalið. 

Hér má nálgast…


Upplýsingar um skólamötuneyti (skráning og uppsögn)
Upplýsingar um frístundaheimili við skólann – Bakkasel
Hagnýtar upplýsingar um skólastarfið má nálgast hér í  > Starfsáætlun skólans.

Upplýsingar um hvert foreldrar/forsjáraðilar barna með sérþarfir (fötlun, þroskafrávik eða börn sem hafa átt við langvinn veikindi að stríða) geta leitað innan skólans. > Kolbrún Ósk Albertsdóttir er deildarstjóri stoðþjónustu > kolbrun.osk.albertsdottir@rvkskolar.is