breidholtsskolabanner
1
2
3
4
5

Í Breiðholtsskóla eru um 430 nemendur í 1. - 10. bekk og 65 starfmenn. Skólinn er í hjarta Breiðholtsshverfis í Reykjavík og stendur við Arnarbakka 1 - 3. Við skólann er góð útisundlaug og stórt íþróttahús.

Lögð er áhersla á árangur fyrir alla nemendur og einkunnarorðin ábyrgð, traust og tillitssemi eru leiðarljós í daglegu starfi skólans. Skólinn státar af fjölmenningarlegu samfélagi nemenda, foreldra og starfsmanna.

Í Breiðholtsskóla eiga nemendur að njóta sín sem best og fá tækifæri til að láta drauma sína rætast. Lögð er áhersla á læsi, félagsfærni og sjálfseflingu.  Fjölbreyttir kennsluhættir og námsgleði nemenda skiptir miklu í Breiðholtsskóla því ánægðir og glaðir nemendur eiga auðveldara með að nýta sér metnaðarfulla kennslu samhentra kennara.

Skólastjórn Breiðholtsskóla

fulltrui
jona_final
fulltrui
kristin_final

Ásta Bjarney Elíasdóttir

Skólastjóri

Jóna Björg Sætran

Aðstoðarskólastjóri

Hulda Björg Einarsdóttir

Deildarstjóri

Kristín Jónsdóttir

Deildarstjóri sérkennslu

abyrgð_traust_tillitsemi