
Í Breiðholtsskóla eru um 447 nemendur í 1. - 10. bekk og 73 starfsmenn. Skólinn er í hjarta Breiðholtshverfis í Reykjavík og stendur við Arnarbakka 1 - 3. Við skólann er góð útisundlaug og stórt íþróttahús.
Lögð er áhersla á árangur fyrir alla nemendur og einkunnarorðin ábyrgð, traust og tillitssemi eru leiðarljós í daglegu starfi skólans. Skólinn státar af fjölmenningarlegu samfélagi nemenda, foreldra og starfsmanna.
Í Breiðholtsskóla eiga nemendur að njóta sín sem best og fá tækifæri til að láta drauma sína rætast. Lögð er áhersla á læsi, félagsfærni og sjálfseflingu. Fjölbreyttir kennsluhættir og námsgleði nemenda skiptir miklu í Breiðholtsskóla því ánægðir og glaðir nemendur eiga auðveldara með að nýta sér metnaðarfulla kennslu samhentra kennara.
Breiðholtsskóli er hnetulaus skóli.
Skólastjórn Breiðholtsskóla






Ásta Bjarney Elíasdóttir
Skólastjóri
Ásta Karen Rafnsdóttir
Aðstoðarskólastjóri
Hulda Björg Einarsdóttir
Deildarstjóri yngra stigs
Elfa Arnarsdóttir
Deildarstjóri elsta stigs
Kolbrún Ósk Albertsdóttir
Deildarstjóri stoðþjónustu