Skip to content
skolarbreidholt_003

ALLIR Á HEIMAVELLI

FELLASKÓLI

Fellaskóli er heildstæður grunnskóli og stendur við Norðurfell 17-19 í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 300 og eru að jafnaði tvær bekkjardeildir í árgangi. Í Fellaskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda.Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa sem ætluð er börnum með einhverfugreiningu og Hugmynda-og sköpunarsmiðja grunnskólanna. Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð, vinsemd. Framtíðarsýn skólans er að allir finni sig vera á heimavelli. Í skólanum er litið svo á að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarfið og lögð er áhersla á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu einstaklinga.

Stjórnendur og aðrar upplýsingar

Skólastjóri Fellaskóla er Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir. Netfang: sigurlaug.hrund.svavarsdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri er Helgi Gíslason.

Deildarstjóri sérdeildar fyrir einhverfa er Halldóra Jóhannesdóttir Sanko. Netfang: halldora.johannesdottir.sanko@rvkskolar.is

Deildarstjóri samþætts skóla- og frístundastarfs í 1. og 2. bekk er Bryndís Snorradóttir. Netfang: bryndis.snorradottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri stoðþjónustu er Sjöfn Þráinsdóttir. Netfang: Sjofn.Thrainsdottir@rvkskolar.is