Skip to content

 

Skólareglur Breiðholtsskóla

Með því að smella → hér er hægt að lesa ítarlegarlegan texta um skólareglur og skólabrag Breiðholtsskóla.

Skólareglur, viðurlög og ferli við brotum á þeim eru samin með hliðsjón af lögum um grunnskóla nr. 91/2008 en þar segir í upphafi 14. greinar. 

Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Skólareglur

 

  1. Ástundun náms: Við gerum alltaf okkar besta í náminu. Við göngum hljóðlega um skólann og í kennslustundum gætum við þess að hafa góðan vinnufrið til að allir geti einbeitt sér við námið. Við erum tilbúin til að vinna í samstarfi við aðra, berum ábyrgð á námi okkar og skilum heimavinnu/verkefnum á réttum tíma.

 

  1. Stundvísi: Foreldrar eru ábyrgir fyrir því að börn þeirra mæti stundvíslega í skólann með þau gögn sem nota skal hvern dag. Foreldrum ber að tilkynna veikindi og leyfi strax að morgni dags að öðrum kosti er litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða. Nemendur gæta þess að mæta á réttum tíma í allar kennslustundir.

 

  1. Samskipti og háttsemi: Við sýnum hvert öðru vinsemd og virðingu. Við berum ábyrgð á eigin hegðun, tökum tillit til annarra, erum kurteis og fylgjum fyrirmælum starfsmanna. Ógnandi hegðun, ofbeldi og einelti er ekki liðið í Breiðholtsskóla.

 

  1. Heilbrigðar lífsvenjur: Við mætum í skólann úthvíld, borðum hollan og næringarríkan mat og hreyfum okkur reglulega.

a. Við komum með hollt og gott nesti að heiman. Við sérstök tilefni geta kennarar heimilað að nemendur komi með annars konar nesti. Nemendur neyta ekki sætinda, gos- og orkudrykkja í skólanum á skólatíma. Breiðholtsskóli er hnetulaus skóli.

b. Nemendur í 1. – 7. bekk eiga að vera úti í frímínútum nema veikindi eða veður hamli útivist. Eftir veikindi mega nemendur vera inni í 1 dag óski foreldrar þess. Nemendur eiga að vera á skólalóð á skólatíma.

c. Reykingar, rafrettur, sem og notkun hvers kyns vímuefna er bönnuð í skólanum, á skólalóðinni og hvar sem nemendur eru á vegum skólans.

  1. Umgengni: Við förum vel með allar eigur skólans og annarra. Við förum úr skóm þegar við komum inn í skólann og setjum þá í skóhillur.

a. Öll neysla matar og drykkja í kennslustofum unglinga, sem og á bókasafni, er óheimil. Unglingar neyta aðeins matar í matsal.

b. Notkun hjóla, hjólabretta, línuskauta, hlaupahjóla og vélhjóla er ekki leyfð á skólalóðinni á skólatíma. Hjól og vélhjól þarf að geyma við hjólagrindur fyrir framan skólann.

 

  1. Við skiljum ekki eftir verðmæti í fötum okkar, á göngum eða í búningsklefum. Skólinn tekur hvorki ábyrgð á persónulegum munum nemenda né fjármunum.

 

  1. Notkun snjalltækja er óheimil í kennslustundum í 8. – 10. bekk nema með sérstöku leyfi kennara. Nemendur í 1. – 7. bekk mega ekki nota eigin snjalltæki í skólanum nema með sérstöku leyfi kennara.

 

  1. Mynd- og hljóðupptökur eru aðeins leyfðar í skólahúsnæði og á skólalóð Breiðholtsskóla á skólatíma með leyfi skólastjórnar.

 

  1. Starfsmönnum skólans er óheimilt að neyta aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva ofbeldi eða koma í veg fyrir að nemandi valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni.  Í slíkum tilvikum skal ávallt greina foreldrum frá málavöxtum.

 

  1. Skólareglur Breiðholtsskóla og punktakerfi gilda hvar sem nemendur eru á vegum skólans.

 

  1. Kennarar gera vinnureglur fyrir sína stofu. Umsjónarkennarar gera bekkjarsáttmála með nemendum. Þetta þarf að vera sýnilegt á vegg.