Skip to content

banner_skolanamskra

Samkvæmt lögum um grunnskóla ber grunnskólum að gefa út skólanámskrá árlega. Skólanámskrárvinna er vettvangur fyrir kennara til að móta og skipuleggja skólastarf sem framundan er hverju sinni. Í skólanámskrá er með skipulögðum hætti lögð fram áætlun um hvernig skólinn ætlar að mæta skyldum sem honum er ætlað að sinna. Vinna við skólanámkrá er ákveðið þróunarverkefni sem tekur breytingum frá einum tíma til annars í takt við áherslur í skólastarfinu. Skólanámskrárvinna leggur grunn að vel skipulögðu skólastarfi.

Skólanámskrá skal vera nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla en veitir svigrúm til að laga áherslur aðalnámskrár að sérstöðu hvers skóla og staðbundnum aðstæðum, draga fram sérstöðu og nýta til eflingar í námi og kennslu. Aðalnámskrá grunnskóla setur skólum almenn viðmið, en það er hvers skóla að útfæra þau nánar í skólanámskrá. Taka þarf tillit til mismunandi nemendahópa sem stunda nám í skólanum sem og þróunar í samfélaginu og stefnu skólans.
Vikulegur stundafjöldi nemenda er í samræmi við grunnskólalög.

  • 1.-4. bekkur er 1200 mín á viku
  • 5.-7. bekkur er 1400 mín á viku og
  • 8.-10. bekkur er 1480 mín á viku.

tenglar_skolanamskrafinal