Skip to content

Breiðholtsskóli er hnetulaus skóli.

Matseðill

Sjá má dagatal matseðils á forsíðu og neðst á þessari síðu.

motuneyti

Um mötuneytið

Mötuneyti Breiðholtsskóla er inn af aðalanddyri skólans. Matartíminn er fjórskiptur,

1.-4. bekkur klukkan 11:50-12:20

5.-7. bekkur klukkan 11:20-11:50

8.- 10. bekkur klukkan 12:40-13:10

Umgengnisreglur í matsal

1_klukka
2_matarrod
3_salat
4_matast
5_tiltekt

Mæta á réttum tíma og virða matartíma annarra nemendahópa

Fara í einfaldar raðir við matarlúgur og forðast hávaða og læti

Ganga snyrtilega um salatbar og nota áhöld við skömmtun

Borða fallega, nota innirödd og klára skammtinn sinn

Ganga frá eftir sig, umsjónarmenn aðstoða við að þrífa borð

Mataráskrift

Allir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum borgarinnar og ekki þarf að greiða fyrir fleiri en tvö grunnskólabörn frá hverju heimili, sjá verðskrá hér.

Skráning fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík og þar er jafnframt hægt að fá upplýsingar um kostnað, hvernig afskráning fer fram og þegar barn flyst á milli skóla.

Matseðill

11:30-12:30

20 Mánudagur
  • Fiskur, basilsmjör

21 Þriðjudagur
  • Kjúklingabollur, sósa, kartöflur

22 Miðvikudagur
  • Lambabuff í raspi, sýrt grænmeti

23 Fimmtudagur
  • Fiskur, karrýsósa, grjón

24 Föstudagur
  • Lasagna, brauð