Sérstaða skólans

Kjörorð skólans er „...árangur fyrir alla". Kennarar sérhæfa sig í tilteknum árgöngum og fögum. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem litið er á nemendur hvers árgangs sem eina heild. Námshópar eru því sveigjanlegir eftir viðfangsefnum og aðstæðum. Öflugur stuðningur er við nemendur með sérþarfir, bæði einstaklinga og hópa.
Auk almenns bóknáms, einkum lesturs er lögð áhersla er á kraftmiklar íþróttir, list- og verkgreinar í góðri aðstöðu. Í skólanum er lagt upp með jákvæða hegðun og skýr viðmið. Skólinn er í góðu húsnæði með íþróttahús og sundlaug og lokaáfangi byggingarinnar í sjónmáli.

Prenta | Netfang