Hvað er PBS?

PBS (Positive Behavior Support) er heildstætt vinnulag þar sem hvatt er til jákvæðrar hegðunar með kerfisbundnum hætti í stað þess að einblína á neikvæða hegðun og refsingar. Vinnulagið miðar að því að allir starfsmenn skólans komi að mótun og viðhaldi æskilegrar hegðunar. Kenningalegur grunnur PBS er í atferlisstefnu og á rætur sínar að rekja til Oregon University þar sem margir af virtustu fræðimönnum innan atferlisfræðinnar stunda rannsóknir sínar.


Prenta | Netfang