




Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur um skólahald. Í ráðinu sitja skólastjóri, fulltrúar kennara, foreldra og nemenda, fulltrúi starfsmanna við skólann og úr nærsamfélaginu.
Skólaráð Breiðholtsskóla tekur þátt í því að móta stefnu skólans og koma að margþættum verkefnum er lúta að skipulagi, skólanámskrá, rekstraráætlun og starfsáætlun. Skólaráðið...
tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
endurskoðar reglulega skólareglur og umgengnishætti í skólanum.
fær til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar miklar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en lokaákvörðun er tekin.
fjallar um ýmis erindi sem berast frá sveitarfélagi, foreldrafélagi, starfsmönnum skólans, nemendaráði og fleiri aðilum.
fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
Skólanefndir sveitarfélaga geta með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar sjá 8. grein laga um grunnskóla.
Hvað felst í verkefnunum?
Skólanámskrá
Í lögum nr. 91 um grunnskóla frá 12. júní 2008 stendur að í hverjum skóla skuli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti, mat á árangri og gæðum skólastarfs.
Starfsáætlun
Starfsáætlun skóla er gefin út ár hvert. Hún lýsir innra starfi og skipulagi skólans og þar má finna ýmsar áætlanir um viðbrögð og leiðir í skólastarfinu.
Rekstraráætlun
Rekstrarár skólans er frá janúar til desember ár hvert. Skólastjóri ber ábyrð á rekstraráætlun og rekstri skólans og kynnir hana í skólaráði. Rekstraráætlun er unnin út frá úthlutun fjármagns frá Skóla- og frístundasviði.
Skóladagatal
Skóladagatal er gefið út ár hvert og borið upp til umræðu á starfsmannafundi og skólaráðsfundi. Þá ber skólanum að hafa 3 sameiginlega starfsdaga með leikskólum hverfisins.
Ársreikningur
Skólaráð fær upplýsingar um rekstrarniðurstöður hvers árs. Fjármáladeild Skóla- og frístundasviðs sér um að gera ársreikning fyrir skólann og sviðið í heild.
Ýmsar áætlanir
Skólaráð fær til umfjöllunar ýmsar áætlanir um skólastarfið.
Skólareglur
Skólaráð fær skólareglur skólans til umfjöllunar og samþykktar.
Skólareglur Breiðholtsskóla - ýmsar sérreglur
Annað
Aðeins um hvert plagg til upplýsingar
Fulltrúar skólaráðsins 2019-2020

Ásta Bjarney Elíasdóttir
Skólastjóri

Guðný Maja Riba
Fulltrúi kennara

Kristín Kría Birgisdóttir
Fulltrúi kennara

Guðrún Eysteinsdóttir
Fulltrúi starfsmanna

Anna Margrét Sigurðardóttir
Fulltrúi foreldra

Hildur Gunnarsdóttir
Fulltrúi foreldra

Tryggvi Dór Gíslason
Fulltrúi nærsamfélags

Nikolas Hrafn Marksson
Fulltrúi nemenda

Rafael Fannar Oddgeirsson
Fulltrúi nemenda
Skoðunarmenn reikninga eru Ívar Sigurður Kristinsson og Guðmundur Valsson.
Fundaráætlun 2019-2020
Skólaráð Breiðholtsskóla fundar að jafnaði 1 sinni í mánuði og starfsáætlun ráðsins fyrir skólaárið 2019-2020 má sjá hér.
Árlega er haldinn fundur fulltrúa skólaráðs, nemendaráðs og stjórnar foreldrafélagsins. Þann 19. nóvember 2019 var haldinn fundur og rætt hvað væri gott við skólann og hvað mætti bæta. Niðurstöður fundarins má finna í þessu skjali.
Fundur 5, 25. febrúar 2020
Fundur 6, 24. mars 2020
Fundur 7, 28. apríl 2020
Fundur 8, 26. maí 2020
