




Upplýsingaver Breiðholtsskóla hefur að geyma bæði Í tölvuver og bókasafn skólans en rýmin afmarkast með bókahillum. Nemendur og kennarar hafa aðgang að gagnagrunni safnsins Gegni. Í Gegni eru allar upplýsingar um safnkost skólans og það efni sem til er á íslenskum bókasöfnum. Verið er staðsett við hlið mötuneytis skólans. Tveir starfsmenn, Unnur María Sólmundsdótttir og Leonora Elshani eru nemendum og starfsmönnum til halds og traust á opnunartíma.
Bókasafnskennari: Unnur María Sólmundsdóttir
Netfang: unnur.maria.solmundsdottir@rvkskolar.is
Opnunartími bókasafnsins og tölvuvers er 8:00-14:00
Í tölvuveri skólans hafa nemendur aðgang að spjaldtölvum, chromebókum og fartölvum. Upplýsinga- og tæknimennt er bæði kennd sem sérstakt fag og samþætt öðrum námsgreinum.
Samkvæmt lögum um grunnskóla á skólasafnið og tölvuverið að vera eitt af megin hjálpartækjum í skólastarfinu. Skólasafnið leitast við að þjóna öllum nemendum og kennurum skólans. Nemendur sem vilja aðstoð við heimanám, Mentor eða ýmiss tæknimál sem kemur þeim til góða í náminu eru sérstaklega hvattir til að nýta sér ráðgjöf Daða Guðjónssonar, deildarstjóra. Netfang: dagu51@rvkskolar.is
Á safnið koma nemendur og njóta gæðastunda við lestur, púsl og spil.
Leitast er við að efla safnkostinn á fleiri tungumálum en íslensku.
Útlánstími bóka er 30 dagar. Í lok hvers skólaárs þarf að skila öllum bókum inn.
Á safninu eru geymd, auk bóka, tímarit, myndbönd, hljóðbönd og spjaldtölvur.
Reynt er að hafa sem fjölbreytilegasta safnkost af afþreyingarefni og fræðibókum.
Safnið er fræðslu- og upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk.
Upplýsingaverið veitir aðgang að heimildum á vefnum og í bókum.
Í bókasafninu eru 3 tölvur fyrir nemendur og í upplýsingaverinu eru 24 nemendatölvur.
Stefnt er að safna spilum og púslum til að hafa til útláns.
