banner_upplysingaver
boka4
boka2
boka3
boka1

Upplýsingaver Breiðholtsskóla hefur að geyma bæði Í tölvuver og bókasafn skólans en rýmin afmarkast með bókahillum. Verið er staðsett við hlið mötuneytis skólans. Tveir starfsmenn, Sigrún Fossberg og Leonora Elshani eru nemendum og starfsmönnum til halds og traust á opnunartíma.

Skólasafnakennari: Sigrún Fossberg

Netfang: sifa03@rvkskolar.is

Opunartími bókasafnsins er 8:00-14:00

Á safnið koma nemendur og njóta gæðastunda við lestur, púsl og spil.

Leitast er við að efla safnkostinn á fleiri tungumálum en íslensku.

Útlánstími bóka er 30 dagar. Í lok hvers skólaárs þarf að skila öllum bókum inn.

Á safninu eru geymd, auk bóka, tímarit, myndbönd, hljóðbönd og spjaldtölvur.

Reynt er að hafa sem fjölbreytilegasta safnkost af afþreyingarefni og fræðibókum.

Safnið er fræðslu- og upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk.

Upplýsingaverið veitir aðgang að heimildum á vefnum og í bókum.

Í bókasafninu eru 3 tölvur fyrir nemendur og í upplýsingaverinu eru 24 nemendatölvur.

 Stefnt er að safna spilum og púslum til að hafa til útláns.

tenglar_upplysingaver