Skip to content
namsradgjof_banner
image001 (3)
A-3
A-6
A-5

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnaskyldu um einkamál þeirra að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans, s.s. sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á.

 

Náms- og starfsráðgjafi er Margrét Sigvaldadóttir

Netfang: margret.sigvaldadottir@rvkskolar.is

Sími: 411 7450 og 664 8153

 

Nemendum og foreldrum/forráðamönnum eru velkomin að leita til náms- og starfsráðgjafa. Foreldrar/forráðamenn geta pantað tíma í síma eða með tölvupósti.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa

Að annast starfskynningar nemenda á unglingastigi.

Að veita ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda.

Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.

Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við náms- og starfsáætlun skólans.

Sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra s.s. starfsmenn skólaskrifstofu og félagsmiðstöðva.

Að veita persónuleg ráðgjöf við nemendur vegna ýmissa vandamála svo sem námsörðugleika, prófkvíða, eineltis og annarra samskiptamála.

Að vísa einstökum nemendum til sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar í ljós koma vandamál sem eru utan starfs- og þekkingarsviðs námsráðgjafa.

Að sitja í ýmsum ráðum sem fjalla um velferð nemenda svo sem nemendaverndarráði, áfallaráði og eineltisteymi skólans.

Að sinna hópráðgjöf og fræðslu í stærri eða smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum t.d. náms- og starfsfræðslu, námstækni og samskiptamála.

Að sækja um í framhaldsskóla

Margt þarf að hafa í huga þegar sótt er um nám í framhaldsskóla. Í skjölunum er að finna gagnalegar upplýsingar á útprentanlegu formi. Smelltu á myndirnar til að sækja þau á PDF eintak.

Í tenglasafninu neðst á síðunni má einnig gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem hyggja á nám eftir grunnskóla.

Hvert stefnir hugurinn? Hér má sjá skemmtilegar kynningar sem nemendur í Breiðholtsskóla hafa gert um nokkra framhaldsskóla. Efnið er birtist ýmist sem myndskeið eða á PDF formi. Smelltu á myndirnar til að skoða:

namradgjof_tenglar