
Námsmat
Í Breiðholtsskóla leggjum við áherslu á símat sem táknar að nemendur fá metna vinnu sína og virkni jafnt og þétt yfir skólaárið.
Tveir samtalsdagar eru á skólaárinu, einn á hvorri önn.
Á samtalsdegi mætir nemandi ásamt foreldri / foreldrum til viðtals hjá umsjónarkennara sínum og þar er farið yfir námslega stöðu nemandans og líðan hans í skólanum.
Foreldrar hafa aðgang að námsmati í gegnum Mentor. í lok vorannar fær nemandinn afhenta skólaeinkunn fyrir einstakar námsgreinar og skólaárið í heild.
