Skip to content

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa

Hlutverk námsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum, öðrum starfsmönnum skólans og fagaðilum utan skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

  • Samvinna milli nemanda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöfin nýtist nemandanum
  • Aðstoð námsráðgjafa miðar að því að nemandinn læri að taka ákvarðanir sem skipta hann máli
  • Nemendur geta leitað til námsráðgjafa að eigin frumkvæði eða beðið umsjónarkennara, stjórnendur eða forráðamenn um að hafa milligöngu um viðtal
  • Forráðamenn geta einnig leitað beint til námsráðgjafa