Markþjálfun í Breiðholtsskóla
Markþjálfun fyrir unglinga
Það er öllum hollt að setja sér markmið í námi og einnig hvað varða daglegt líf. Þegar unglingar gera sér grein fyrir því að þeir geta sjálfir haft mikil áhrif á eigin daglega líðan sem og námsframvindu vilja þeir gjarnan nýta sér þá hæfni sína betur bæði í skólanum og utan hans. Fagleg markþjálfun nýtur í dag vaxandi vinsælda bæði hjá einstaklingum og hópum. Á vorönn 2019 er boðið upp á markþjálfun fyrir nemendur í unglingadeild, bæði nemendahópa og einstaka nemendur sem þess óska.
"Betri framkoma - betri samskipti"
- Tveggja vikna verkefni fyrir nemendur á miðstigi og yngsta stigi sem byggir á grunni aðferðarfræði markþjálfunar og hugrænnar atferlismeðferðar. Unnið er með skoðanir nemenda á æskilegri framkomu og góðum samskiptaháttum. Einnig er komið inn á ýmsar tilfinningar eins og reiði, leiða, kvíða og einmanakennd og hvernig hægt er að vinna með ýmsar erfiðar hugsanir. Í kjölfar tjáningar og umræðna (10. - 15 mín.) vinna nemendur tveir og tveir saman verkefni sem byggja á samskiptum og samtali.
Markþjálfun fyrir starfsfólk Breiðholtsskóla
Á haustönn 2018 var starfsfólki Breiðholtsskóla boðið uppá að sækja 3 tíma í markþjálfun innan skólans. Vel var látið af þessu og því verður þetta einnig í boði á vorönn 2019 fyrir þá sem þess óska (og aðstæður leyfa).