Skip to content

Google lausnir

,,Allir kennarar og grunnskólanemendur í Reykjavíkurborg hafa aðgang að  Google skólalausnum. Ef þú ert með netfangið tost10@rvkskolar.is er gskolar netfangið þitt tost10@gskolar.is.

Á síðunni https://reykjavik.is/gskolar má finna mikið magn af gagnlegum upplýsingum og kennslumyndböndum varðandi Google lausnir fyrir nemendur, foreldra og kennara.

Mikilvægt er að allir starfsmenn kynni sér innihald G suite handbókar Reykjavíkurborgar, einnig þarf hún að rata til forráðamanna. Þar er m.a. að finna allar upplýsingar um kerfið, fræðslu og upplýsingar til foreldra.  

Í flestum skólum eru Google umsjónarmenn sem geta aðstoðað þig ef þú lendir í vandræðum við innskráningu eða á fyrstu skrefum þínum í Google skólalausnum. Að byggja upp öflugt lærdómssamfélag er mikilvægur liður í því að efla starfsþróun á hverjum stað. Það eru ekki allir sérfræðingar en saman er hægt að komast langt.

Google umsjónarmaður/tengiliður Breiðholtsskóla er Kristófer Gautason – krga01@rvkskolar.is