Úti er ævintýri – Neysluveislan
Í maí fer unglingastig og heimsækir Miðstöð útivistar og útináms en þeir bjóða upp á skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkað skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Vordagskráin þeirra er tileinkuð unglingastigi og ber heitið, Neysluveislan. Neysluveislan er umhverfismiðaður og skemmtilegur snjall-ratleikur sem tekur fyrir málefni ábyrgrar neyslu og framleiðslu. Efni dagskrárinnar…
NánarSkólastarf hefst á morgun þriðjudaginn 6. apríl kl.10:00 – School will start tomorrow on Tuesday 6th of April at 10AM.
Skólastarf hefst á morgun þriðjudaginn 6. apríl kl.10:00. School will start tomorrow on Tuesday 6th of April at 10 a.m.
NánarAllt skólahald fellur niður fram að páskum – No school before Easter
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur skólahald verið fellt niður frá og með miðnætti og mæta krakkarnir því ekki meira fyrir páska.
NánarStarfsdagur kennara
Föstudaginn 12. mars er starfsdagur kennara. Þá mæta nemendur ekki í skólann.
NánarVetrarfrí 22. og 23. febrúar
Vetrarfrí er í grunnskólum Reykjavíkur mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar. Nemendur mæta aftur í skóla- og frístundastarf miðvikudaginn 24. febrúar.
NánarSnjór og mikil gleði á skólalóðinni
Nemendur í Breiðholtsskóla notuðu tækifærið í dag og bjuggu til snjókarla úr snjónum sem féll í morgun. Hér má sjá tvo stolta nemendur í 4. bekk sem nutu þess að leika sér á snæviþöktum vellinum með skólafélögunum.
NánarFræðsla um handritaarfinn okkar
Í ár eru 50 ár liðin frá því að Íslendingar fengu skinnhandritin heim frá Danmörku og af því tilefni fengum við góða gesti frá Árnastofnun í heimsókn, þá Snorra Másson og Jakob Birgisson. Þeir fræddu nemendur í 6. bekk um handritaarfinn okkar, sögðu meðal annars frá því sem stendur í þeim og hvernig handritin voru…
NánarVerðlaunabókaklúbburinn vinsæll
Á haustönn var nemendum boðið að ganga í Verðlaunabókaklúbbinn sem inniheldur bækur sem hlotið hafa íslensku barnabókaverðlaunin. Margir lestrarsnillingar frá 3. bekk og upp úr hafa skráð sig og ber þeim saman um að þetta séu allt virkilega góðar bækur. Í bókaklúbbnum skrifa nemendur titla sem þau hafa lesið á þar til gert blað og…
NánarGleðilega hátíð
Starfsfólk Breiðholtsskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir gjöfult samstarf á liðnu ári og hlökkum til áframhaldandi samvinnu á því næsta. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.
NánarVerðlaunahafar í jólasögusamkeppni
Í desember var efnt til jólasögusamkeppni í Breiðholtsskóla og var þátttakan með eindæmum góð. Það er ljóst að í skólanum okkar eru fjölmargir efnilegir rithöfundar og dómnefndin átti í erfiðleikum með að velja sigurvegara. Verðlaunahafar fengu bíómiða, jólanammi og viðurkenningarskjöl. Sigurvegarar keppninnar í ár eru: Yngsta stig sæti – Júlía Wolkowicz (3. bekk) sæti –…
Nánar