20 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík.

Íslenskuverðlaununum er úthlutað árlega, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Markmið þeirra er auka áhuga nemenda á íslenski tungu og hvetja þá til framfara í ræðu og riti. Verndar verðlaunanna er Frú Vigdís Finnbogadóttir. Verðlaunin voru nú veitt í þrettánda sinn á Degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Breiðholtsskóli tilnefndi…

Nánar
11 nóv'19

Breiðholtsskóli með frábært atriði og keppir til úrslita í Skrekk.

Breiðholts­skóli tryggði sér sæti í úr­slitum Skrekks í síðustu viku með atriðið Af hverju ég? Skrekkur er hæfi­leika­hátíðar skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur. Í ár tóku sam­tals 24 grunn­skól­ar þátt eða yfir 600 unglingar í frum­sömd­um atriðum sinna skóla og spreyttu sig í leik­list, tónlist, söng, dansi, hljóðfæra­leik, bún­inga­hönn­un, förðun ljós­um, hljóði og ann­arri sviðsvinnu. Eftir…

Nánar
23 okt'19

Fréttir af 10. bekk

Þann 11. október fékk 10. bekkur skemmtilega kynningu frá VR. Markmiðið var að fræða ungt fólk um helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Fjallað var um grunnhugtök í kjaramálum á borð við kjarasamninga, ráðningasamninga, vinnutíma, launaseðla, veikindarétt og hvíldartíma. Kynningin samanstóð af leiknum skemmtimyndböndum auk fræðslu frá kynningaraðila VR. Þann  18. október kom Þorgrímur Þráinsson…

Nánar
14 okt'19

Aðalfundur Foreldrafélags Breiðholtsskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Breiðholtsskóla var haldinn miðvikudaginn 25. september 2019. Mikilvæg skjöl tengd fundinum og starfi félagsins má nálgast hér fyrir neðan. Aðalfundur FOK 2019 Ársreikningur-2018-2019 Ársskýrsla foreldrafélagsins Fundarboð 2019 Fundargerð aðalfundar 2019 Skýrsla skólaráðs Hugmyndir frá nemendum að samverustundum nemenda og foreldra á bekkjarkvöldum.  

Nánar
07 okt'19

Göngum í skólann 2019

Verkefninu Göngum í skólann 2019 lauk formlega miðvikudaginn 2. október. Hver bekkur sem tók þátt í verkefninu fékk viðurkenningarskjal fyrir góða þátttöku og vel unnin verkefni. Allir fóru út að ganga saman bakkahringinn og nærumhverfið skoðað, unnið var verkefni í sambandi við fætur sem voru síðan settir uppá vegg fyrir framan bókasafnið. Einhverjir bekkir fóru…

Nánar
03 okt'19

Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur í 9. bekk.

Miðvikudaginn 2. október var Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur í 9. bekk í Breiðholtsskóla. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands árlega og markmiðið er að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnarstarfi sem snúa að ungu fólki. Nemendur ræddu hugmyndir sínar og tillögur um samverustundir með fjölskyldu og æskulýðs- og íþróttastarf, en þetta eru á meðal…

Nánar
19 sep'19

Námsárangur og vellíðan.

Nemendur í 9. og 10. bekk fengu fyrirlestur síðasta föstudag frá Guðjóni Ara sem lauk stúdentsprófi síðasta vor. Hann kom og miðlaði nemendum af visku sinni, veitti þeim meðal annars góð ráð hvernig hægt sé að stuðla að bættum námsárangri og vellíðan í námi, jákvætt hugarfar, viðhalda jafnvægi milli náms og annarra verkefna í daglegu…

Nánar
05 sep'19

Göngum í skólann 2019

Í ár verður Göngum í skólann haldið í þrettánda sinn hér á landi. Verkefnið var sett miðvikudaginn 4. september og  fóru allir í Breiðholtsskóla út að ganga saman í nærumhverfi okkar. Verkefninu lýkur formlega miðvikudaginn 2. október. Árlega taka milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða…

Nánar