06 mar'20

Fræðsla á vegum Samtakanna 78.

Fræðslustýra Samtakanna 78 heimsótti 7.-10. bekk og ræddi við þau um grunninn að hinseginleikanum. Þau áttu gott spjall um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu.

Nánar
23 jan'20

10. bekkingar í Austurbergi 17. janúar.

Föstudaginn 17. janúar var haldin sameiginleg dagskrá fyrir 10. bekkinga í Breiðholtinu í Íþróttahúsinu Austurbergi. Þetta var samstarfsverkefni allra grunnskóla og félagsmiðstöðva í Breiðholtinu með aðkomu ÍR, lögreglunnar og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari var með fyrirlestur um jákvæð samskipti og fjallaði á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu…

Nánar
09 jan'20

Gul viðvörun vegna veðurs

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára, í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudag 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík…

Nánar
20 des'19

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Breiðholtsskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir frábært samstarf á liðnu ári og hlökkum til áframhaldandi samvinnu á því næsta. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar.

Nánar
13 des'19

Dagskráin fyrir síðustu skólavikuna í desember

Ágætu foreldrar/forráðamenn   Í síðustu vikunni fyrir jól verður ýmislegt á dagskrá í skólanum okkar. Mánudaginn 16. desember er jólakakó hjá 1.-3. bekk. Þriðjudaginn 17. desember er jólakakó fyrir 4. -5. bekk. Miðvikudaginn 18.desember er jólakakó hjá 6.-7. bekk. Við stefnum að því að eiga notalega stund í salnum með kakó og jólaköku. Fimmtudaginn 19.…

Nánar
13 des'19

Lifandi tónlist og hafragrautur á morgnanna

Við erum meðvituð um mikilvægi þess að börnin nærist vel til að takast á við krefjandi verkefni í skólanum. Þess vegna bjóðum við nemendum upp á frían hafragraut alla morgna. Hafrar eru nefnilega afar trefjarík fæða og innhalda steinefni, magnesíum, járn, mangan, sink og önnur mikilvæg vítamín. Í desember hefur skólahljómsveitin okkar jafnframt tekið á…

Nánar
12 des'19

Skapandi hugir og hendur í Breiðholtsskóla

Í Menntastefnu Reykjavíkurborgar er bent á að ,,Sköpun er margslungið ferli sem í grunninn byggist á forvitni, skapandi og gagnrýnni hugsun en líka á þekkingu, frumkvæði og leikni. Sköpun nær flugi þar sem áskoranir eru fjölbreyttar, spurningar eru opnar, lausnir margar og áhersla er lögð á framkvæmdina og sýnileika hennar. Í gegnum sköpunarferlið verður til…

Nánar
10 des'19

Röskun á skólastarfi þriðjudaginn 10. desember

Ef veðurspá gengur eftir mun kennslu í Breiðholtsskóla ljúka 13:40 og eru foreldrar beðnir um að sækja nemendur í 1. – 4. bekk þá. Starfsfólk Breiðholtsskóla munu fylgjast vel með tilkynningum og veðri í dag og hvetjum við foreldra og forráðamenn að gera slíkt hið sama. ____________________________________________________________________________________ Skóla- og frístundastarf mun raskast frá hádegi í…

Nánar
05 des'19

Jólamatur handa öllum nemendum 12. desember

Fimmtudaginn 12. desember eru nemendur skólans hvattir til að mæta með jólahúfur og í jólapeysum. Öllum nemendum er boðið í jólamat sem verður að þessu sinni hangikjöt, jafningur og grænar baunir. Hlökkum til að gera þennan dag frábæran saman. .

Nánar