22 mar'20

Upplýsingar fyrir vikuna 23.-27. mars

Kæru aðstandendur. Nú er fyrsta vikan í samkomubanni liðin. Þetta hefur verið nokkuð krefjandi vika en gengið vel þökk sé samstöðu allra í skólasamfélaginu. Börnin ykkar eru að standa sig frábærlega í þessum aðstæðum sem breytast hratt þessa dagana. Við biðjum ykkur að lesa þessi fréttabréf varðandi skipulag fyrir næstu viku. Við hvetjum ykkur einnig að…

Nánar
16 mar'20

Áríðandi tilkynning varðandi skipulag næstu daga

Ágætu foreldrar og forsjáraðilar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er samkomubann á Íslandi. Við biðjum ykkur að lesa eftirfarandi skjöl og kynna ykkur skipulagið fyrir vikuna. Foreldrabréfin Ágætu foreldrar og forráðamenn     Á ensku: Parent Letter in English Tillit í neyðarástandi_Grunnskóli Skipulagið fyrir alla árganga Því miður neyðumst við til að skipta…

Nánar
13 mar'20

Upplýsingar vegna COVID-19

Komið sæl English below. Skólahald mun halda áfram eftir helgi en við munum nýta starfsdaginn á mánudaginn til að undirbúa okkur undir 100 manna samkomubannið. Meðal annars munum við gæta þess að stórir hópar komi ekki saman í matsal eða á öðrum svæðum í skólanum. Árshátíð unglinga verður frestað til vors. Í dag fer ég…

Nánar
09 mar'20

Verkfalli aflýst

Sameyki og Reykjavíkuborg hafa undirritað kjarasamning og því verður ekkert verkfall. Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag.

Nánar
06 mar'20

Fræðsla á vegum Samtakanna 78.

Fræðslustýra Samtakanna 78 heimsótti 7.-10. bekk og ræddi við þau um grunninn að hinseginleikanum. Þau áttu gott spjall um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu.

Nánar
23 jan'20

10. bekkingar í Austurbergi 17. janúar.

Föstudaginn 17. janúar var haldin sameiginleg dagskrá fyrir 10. bekkinga í Breiðholtinu í Íþróttahúsinu Austurbergi. Þetta var samstarfsverkefni allra grunnskóla og félagsmiðstöðva í Breiðholtinu með aðkomu ÍR, lögreglunnar og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari var með fyrirlestur um jákvæð samskipti og fjallaði á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu…

Nánar
09 jan'20

Gul viðvörun vegna veðurs

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára, í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudag 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík…

Nánar
20 des'19

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Breiðholtsskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir frábært samstarf á liðnu ári og hlökkum til áframhaldandi samvinnu á því næsta. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar.

Nánar