19 feb'21

Vetrarfrí 22. og 23. febrúar

Vetrarfrí er í grunnskólum Reykjavíkur mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar. Nemendur mæta aftur í skóla- og frístundastarf miðvikudaginn 24. febrúar.

Nánar
10 feb'21

Snjór og mikil gleði á skólalóðinni

Nemendur í Breiðholtsskóla notuðu tækifærið í dag og bjuggu til snjókarla úr snjónum sem féll í morgun. Hér má sjá tvo stolta nemendur í 4. bekk sem nutu þess að leika sér á snæviþöktum vellinum með skólafélögunum.    

Nánar
15 jan'21

Fræðsla um handritaarfinn okkar

Í ár eru 50 ár liðin frá því að Íslendingar fengu skinnhandritin heim frá Danmörku og af því tilefni fengum við góða gesti frá Árnastofnun í heimsókn, þá Snorra Másson og Jakob Birgisson. Þeir fræddu nemendur í 6. bekk um handritaarfinn okkar, sögðu meðal annars frá því sem stendur í þeim og hvernig handritin voru…

Nánar
11 jan'21

Verðlaunabókaklúbburinn vinsæll

Á haustönn var nemendum boðið að ganga í Verðlaunabókaklúbbinn sem inniheldur bækur sem hlotið hafa íslensku barnabókaverðlaunin. Margir lestrarsnillingar frá 3. bekk og upp úr hafa skráð sig og ber þeim saman um að þetta séu allt virkilega góðar bækur. Í bókaklúbbnum skrifa nemendur titla sem þau hafa lesið á þar til gert blað og…

Nánar
21 des'20

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Breiðholtsskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir gjöfult samstarf á liðnu ári og hlökkum til áframhaldandi samvinnu á því næsta. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.

Nánar
21 des'20

Verðlaunahafar í jólasögusamkeppni

Í desember var efnt til jólasögusamkeppni í Breiðholtsskóla og var þátttakan með eindæmum góð. Það er ljóst að í skólanum okkar eru fjölmargir efnilegir rithöfundar og dómnefndin átti í erfiðleikum með að velja sigurvegara. Verðlaunahafar fengu bíómiða, jólanammi og viðurkenningarskjöl. Sigurvegarar keppninnar í ár eru: Yngsta stig sæti – Júlía Wolkowicz (3. bekk) sæti –…

Nánar
16 nóv'20

Dagur íslenskrar tungu

Í dag héldu nemendur í Breiðholtsskóla upp á Dag íslenskrar tungu með því að hittast öll saman á fjarfundi. Bekkirnir skiptust á að flytja ljóð og syngja kvæði í tilefni dagsins. Viðburðurinn tókst einstaklega vel og var góð tilraun á breyttum tímum til að finna sameiningarmátt nemenda í skólanum.   Það er hefð fyrir því…

Nánar
02 nóv'20

Skólavikan 02. – 06. nóvember.

Vinsamlegast lesið þessi skjöl.  Please read these documents. Foreldrabréf –  1.-7. bekkur.  Parent Letter –  Grades 1st-7th. Foreldrabréf 8.- 10. bekkur / Parent Letter – Grades 8th – 10th    

Nánar
25 sep'20

Dagur íslenskrar náttúru og fjölbreytt útinám

Þann 16. september síðastliðinn var Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í Breiðholtsskóla. Nemendur í 3. bekk fóru út í náttúruna og unnu saman að skemmtilegu útinámsverkefni þar sem þeir fundu efni til þess að búa til vegglistaverk. Nemendur skrifuðu nafnið sitt við myndina sína og hvaða hluti þeir notuðu í verkefninu. Á myndinni má sjá…

Nánar
18 sep'20

Foreldrar í Breiðholtinu hlutu tvenn verðlaun af þrennum

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru veitt í 25. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hlutu foreldrar í Breiðholtinu tvenn verðlaun af þrennum. Smellið hér til að fara á Facebook-ar síðu Heimili og skóli – Landssamtök foreldra. Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla hlaut verkefnið Bókabrölt í Breiðholti. Foreldrafélögin fimm í Breiðholti hleyptu af stokkunum…

Nánar