Breiðholtsskóli leggur mikla áherslu á gott samstarf við foreldra.  Foreldrar hafa fullan aðgang að skólanum og eru velkomnir hvenær sem er þó mikilvægt sé að láta vita af komu sinni eins og gesta er títt.  Starfsmenn skóla nýta Mentor til að skrá upplýsingar sem eru foreldrum  aðgengilegir.
Samstarf við foreldra er þríþætt.
1.         Samstarf við einstaka foreldra.
a.         Með persónulegum samskiptum
   i.          Vitnisburðarfundum
   ii.         Tölvupósti
   iii.        Fundum sem aðilar óska eftir s.s. vegna sértækra þarfa einstakra nemanda.
b.         Með upplýsingafundum
   i.          Fyrir foreldra nemenda í öllum árgöngum að hausti.
   ii.         Fundum í tengslum við vitnisburð í lok annar
c.         Fræðslufundum
   i.          Fyrir foreldra nýnema í 1. bekk
   ii.         Fyrir foreldra nemenda í 7.bekk
   iii.        Ýmis uppeldismál (oft í samvinnu við foreldrafélagið)

2.         Samstarf við samtök foreldra og þá fyrst og fremst foreldrafélag skólans.

Formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla hefur beinan aðgang að foreldrum í gegnum Mentor.

a.         Foreldrafélagið hefur fullan aðgang að skólanum fyrir skemmtanir, fundi og aðrar uppákomur.
b.         Formaður foreldrafélagsins situr í skólaráði.
c.         Foreldrafélagið er dyggur stuðningsaðili við skólann með gjöfum, styrkjum til ferðalaga og með hvatningu og         velvild
d.         Foreldrafélagið sér um samstarf  foreldra við Samfok gerist þess þörf

3.         Samstarf við foreldra einstaka bekkja eða árganga.
a.         Foreldrar sjá um skemmtanir nemenda (bekkjarkvöld)
b.         Foreldra hópur hefur fullan aðgang að skólanum til þess er þeir telja nemendum til skemmtunar eða menntunar (lykill að skólanum er afhentur á skrifstofu skólans)