Vel sótt námskeið um foreldrastarf

Fundur Samfok og foreldrafélaga í BreiðholtiFrá Ævari Karlssyni, formanni foreldrafélags Breiðholtsskóla:
Vel sóttur fundur SAMFOK og foreldrafélaga í Breiðholti var haldinn sl. þriðjudagskvöld í ÍR heimilinu. Þetta var námskeið um foreldrastarf þar sem farið var yfir nýju menntalögin, hlutverk foreldra skv. þeim og hvernig byggja má upp samstarf innan skóla og hverfa. Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri, sem hefur mikla reynslu af foreldrastarfi, var leiðbeinandi á námskeiðinu. Það var virkilega gaman að heyra hvað er í gangi í skólum í Breiðholti og hvaða samhljómur er með þeim - Áframhaldandi samstarf verður mjög áhugavert. Breiðholtsskóli mætti með 10 fulltrúa á fundinn og ég þakka kærlega fyrir góðan fund. Myndir

Prenta | Netfang