Kynning á ytra mati Breiðholtsskóla

Miðvikudaginn 30. ágúst var kynning á niðurstöðum ytra mats í Breiðholtsskóla fyrir foreldra og starfsmenn skólans sem fram fór á vorönn 2017. Framkvæmd Ytra matsins var á vegum skóla- og frístundasviðs sem fékk utanaðkomandi matsmenn til verksins. Matsmenn voru Birna Sigurjónsdóttir og Oddný Eyjólfsdóttir. Eftir kynningu frá Birnu Sigurjónsdóttur voru fyrirspurnir úr sal. Mjög góð mæting var á kynninguna bæði frá foreldrum og starfsmönnum. Hægt er að skjá skýrslu ytra matsins hér á heimasíðu skólans.  Fundargerð frá fundinum er hér

Prenta | Netfang