Skip to content
06 des'22

3. sæti í Jólaskákmóti Grunnskóla Reykjavíkur

  Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur var haldið s.l. sunnudag. Tefldar voru 6 umferðir með 5 mínútur fyrir hverja skák ásamt 3 sekúndum sem bætist við hvern leik. Breiðholtsskóli sendu tvö efnileg lið til leiks skipuðum nemendum úr 9. og 10. bekk. A- liðið gerði sér lítið fyrir og lenti í 3. sæti á mótinu með 14,5…

Nánar
28 nóv'22

Dýrin í Hálsaskógi Leiksýning

Það var sannkölluð leikgleði hjá nemendum í 4. bekk þegar þeir settu á svið Dýrin í Hálsaskógi í skólanum. Tvær leiksýningar undir styrkri stjórn Dóru leiklistarkennara voru haldnar og var foreldrum, nemendum á yngsta stigi ásamt nemendum leikskólanna boðið að sjá sýningarnar. Allir skemmtu sér vel og sýningarnar heppnuðust afar vel.  

Nánar
17 nóv'22

Íslenskuverðlaun Unga Fólksins

Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík er ávalt úthlutað á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Markmið þeirra er að auka áhuga nemenda á íslenskri tungu og hvetja til framfara. Í ár tilnefndi Breiðholtsskóli tvo nemendur til þessara verðlauna og fengu verðlaunahafar viðurkenningarskjal með undirritun Vigdísar Finnbogadóttur og bókina Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt…

Nánar
16 sep'22

Dagur íslenskrar náttúru

Haldið var upp á Dag íslenskrar náttúru þann 16. september með fjölbreyttri útiveru nemenda í Breiðholtsskóla. Dagurinn á að minna okkur á mikilvægi íslenskrar náttúru. Nemendur nutu sín í náttúrunni á ýmisskonar hátt. Tíundi bekkur gekk uppá Esjuna í frábæru veðri.

Nánar
18 ágú'22

Skólaboðun

Mánudagurinn 22. ágúst Skólasetning nemenda í Breiðholtsskóla er eftirfarandi:   1.bekkur mætir í viðtal hjá umsjónarkennara ásamt forsjáraðilum 9:00       2.-3. bekkur mætir í sal – skóladagur til kl. 12:00 10:00     4.-5. bekkur mætir í sal – skóladagur til kl. 12:00 10:30     6.-7. bekkur mætir í sal – Skóladagur til kl. 12:00 11:00    8.-10. bekkur mætir…

Nánar
13 jún'22

Takk fyrir veturinn

Kæru foreldrar og nemendur Skrifstofa skólans verður opin til og með 16. júní. Skólasetningardagur er mánudaginn 22. ágúst og verður dagskrá dagsins auglýst síðar. Hér fyrir neðan er skóladagatal fyrir næsta vetur. Skóladagatal 2022-2023 Starfsfólk Breiðholtsskóla sendir öllum nemendum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur með von um að þið hafið það sem allra best í…

Nánar
13 maí'22

NÁMSVAL 2022-2023

Hér fyrir neðan er bæklingur  þessi bæklingur inniheldur yfirlit yfir valgreinar fyrir nemendur í 9.-10. bekk Breiðholtsskóla veturinn 2022-2023. Nám í 9.-10. bekk skiptist í kjarnagreinar og valgreinar. Nemendur taka kjarna samkvæmt aðalnámskrá. Mikilvægt er að vanda valið á valgreinum og taka mið af hæfni og áhuga hvers og eins. Valgreinar eru hluti af skyldunámi…

Nánar
19 apr'22

Skertur skóladagur 22. apríl

Ágætu foreldrar/forráðmenn Föstudagurinn 22. apríl er spiladagur í skólanum og er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Skóladegi lýkur kl. 12:00 þennan dag og fara nemendur þá heim. Þeir nemendur á yngsta stigi sem eru skráðir í Bakkasel verða í gæslu í skólanum þar til frístund byrjar kl. 13:40. Nemendur eru hvattir til að koma…

Nánar