Skip to content
bakkaselbanner
2
3
4
6

Bakkasel er frístundaheimili fyrir börn úr 1.-4. bekk í Breiðholtsskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Það er starfrækt í fjórum færanlegum kennslustofum á lóð Breiðholtsskóla. 1. og 2. bekkur eru í þremur samliggjandi skúrum, en 3. og 4. bekkur er í skúrum við hlið sundlaugar Breiðholtsskóla.

Forstöðumaður: Tryggvi Dór Gíslason

Netfang: tryggvi.dor.gislason@reykjavik.is

Aðstoðarforstöðumaður: Sandra Ósk Ingvarsdóttir

Netfang: sandra.osk.ingvarsdottir@reykjavik.is

Starfið í Bakkaseli

Alla daga er útivera fyrir 1.- 4. bekk. Fastir liðir eru félagsmiðstöðin Bakkinn, tölvuver, íþróttasalur, bókasafn og klúbba- og smiðjustarf. Einnig fylgjum við börnum sem stunda íþróttir hjá ÍR daglega í  rútu sem keyrir þau á æfingar.

Opnunartímar

Í Bakkaseli er opið alla daga frá kl .13:40 og til kl. 17:00. Starfsfólk Bakkasels sækir nemendur út í Breiðholtsskóla.

Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla og páskaleyfi er opið allan daginn í Bakkaseli frá kl. 08:00 – 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum.

Bakkasel er lokað í vetrarleyfi skólans.

13_40
14_20
15_00
17_00
08_00

Starfsfólk Bakkasels sækir nemendur út í Breiðholtsskóla.

Boðið er upp á síðdegishressingu frá því að börnin mæta og til kl. 14.20.

Klúbba- og smiðjustarf er í boði eftir útiveru, milli klukkan 15:00 – 16.30.

Í Bakkaseli er opið alla daga milli kl. 13:40 til kl. 17:00.

Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla og páskaleyfi er opið kl. 08:00 -17:00.

Síðdegishressing

Daglega er boðið upp á ávexti og grænmeti frá 15.00 til 16.00. Mikið er lagt upp úr fjölbreytilegu úrvali og meðal annars boðið upp á epli, banana, appelsínur, melónur, perur, vínber, ananas, paprikur, gulrætur, gúrkur og fleira.

Lögð er áhersla á gæði hráefnis og hollustu þegar kemur að síðdegishressingunni. Stuðst er við markmið Lýðheilsustöðvar um hollustu á frístundaheimilum við gerð matseðils. Í matsalnum er vatnsvél og einnig geta börnin fengið sér léttmjólk alla daga.

Sækja um í Bakkaseli

Foreldrar skrá börn sín í Bakkasel í gegnum Rafræna Reykjavík. Þar má einnig finna upplýsingar um gjaldskrá.

bakkasel_tenglar