Skip to content

Breiðholtsskóli Íslandsmeistarar B-liða

Skemmtilegri skákhelgi lauk í Rimaskóla í lok apríl þar sem Breiðholtsskóli sendi tvö lið til leiks. Lengi vel trónaði A-sveit Breiðholtsskóla í efsta sæti en eftir erfiðar viðureignir í lokaumferðunum endaði A-sveit skólans í 4. sæti með 17,5 vinning, aðeins 4,5 vinning frá brons verðlaunum. B-sveit Breiðholtsskóla kom virkilega á óvart og sigraði Íslandsmeistaratitil B-liða með miklu öryggi. Lenti liðið í 6. sæti með 14 vinninga í heildarmótinu sem er glæsilegur árangur.

Úrslit má sjá nánar með því að smella hér

 


Íslandsmeistarar B- liða frá vinstri: Tristan, Jóel, Magnús, Fróði og þjálfari Kristófer.

A-lið (vinstra megin): Fannar, Arnaldur, Arnar og Sigurður.

Breiðholtsskóli óskar strákunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Virkilega efnilegir skákmenn hér á ferð.