Skip to content

Breiðholtsskóli í 2. sæti!

Í gærkveldi tók Breiðholtsskóli þátt í sveitakeppni grunnskóla Reykjavíkur. Skólinn sendi eitt lið til leiks sem hampaði í 2. sæti. Fyrir lokaumferðina var Breiðholtsskóli efstur ásamt Landakotsskóla, spennustigið var því gífurlegt í lokaumferðinni.  Keppendurnir okkar eru allir úr 8. og 9. bekk og eiga því eftir 1-2 ár á þessu móti. Stefnt er því á sigur að ári. Við óskum þessum efnilegum skákmönnum til hamingju með verðlaunasætið. Liðið var skipað þeim Dren, Arnaldi, Arnar Bjarka og Sigurði Arnari.  Frekari úrslit má sjá hér: https://chess-results.com/tnr756015.aspx?lan=1