Skip to content

Helgi Áss Grétarsson í heimsókn í skákval

Á föstudögum klukkan 13:00 koma saman hátt í 25 áhugasamir nemendur í skákval. Þann 10. febrúar fengum við Helga Áss Grétarsson stórmeistari í skák sem er vel kunnugur hér í Breiðholtsskóla til að halda fyrirlestur fyrir nemendur. Að honum loknum tók hann tvær blindskákir við nemendur sem stórmeistarinn sigraði með naumindum. Við viljum þakka Helga fyrir heimsóknina sem var fræðandi og eftirminnileg.