3. sæti í Jólaskákmóti Grunnskóla Reykjavíkur

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur var haldið s.l. sunnudag. Tefldar voru 6 umferðir með 5 mínútur fyrir hverja skák ásamt 3 sekúndum sem bætist við hvern leik. Breiðholtsskóli sendu tvö efnileg lið til leiks skipuðum nemendum úr 9. og 10. bekk.
A- liðið gerði sér lítið fyrir og lenti í 3. sæti á mótinu með 14,5 sigra, B-liðið stóð sig einnig með sóma og nældu sér í 6,5 sigra.
Glæsilegur árangur hjá upprennandi skákmönnum!