Skip to content

Dýrin í Hálsaskógi Leiksýning

Það var sannkölluð leikgleði hjá nemendum í 4. bekk þegar þeir settu á svið Dýrin í Hálsaskógi í skólanum. Tvær leiksýningar undir styrkri stjórn Dóru leiklistarkennara voru haldnar og var foreldrum, nemendum á yngsta stigi ásamt nemendum leikskólanna boðið að sjá sýningarnar. Allir skemmtu sér vel og sýningarnar heppnuðust afar vel.