Skip to content

Íslenskuverðlaun Unga Fólksins

Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík er ávalt úthlutað á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Markmið þeirra er að auka áhuga nemenda á íslenskri tungu og hvetja til framfara. Í ár tilnefndi Breiðholtsskóli tvo nemendur til þessara verðlauna og fengu verðlaunahafar viðurkenningarskjal með undirritun Vigdísar Finnbogadóttur og bókina Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt Böðvars Guðmundssonar.

Það var Frú Vigdís Finnbogadóttir sem afhenti íslenskuverðlaun unga fólksins við hátíðlega athöfn í Hörpu. Styrmir Þór Blöndal í 3. bekk og Valgerður Hjartardóttir í 7. bekk voru tilnefnd í ár og óskum við þeim innilega til hamingju.