Skip to content

NÁMSVAL 2022-2023

Hér fyrir neðan er bæklingur  þessi bæklingur inniheldur yfirlit yfir valgreinar fyrir nemendur í 9.-10. bekk Breiðholtsskóla veturinn 2022-2023. Nám í 9.-10. bekk skiptist í kjarnagreinar og valgreinar. Nemendur taka kjarna samkvæmt aðalnámskrá. Mikilvægt er að vanda valið á valgreinum og taka mið af hæfni og áhuga hvers og eins.

Valgreinar eru hluti af skyldunámi í grunnskóla. Val nemenda hefur áhrif á skipulag skólastarfsins, því getur verið erfitt að breyta valgreinum eftir að skóli hefst að hausti. Mikilvægt er að vanda valið og forgangsraða þeim greinum sem óskað er eftir þannig að það sem nemendur hafa mestan áhuga á verði nr. 1, næst nr. 2 og svo framvegis. Nemendur eru með 30 stundir á viku í kjarnafögum og 6 stundir á viku í valgreinum að meðaltali yfir veturinn

Vegna fjöldatakmarkana í hópum er ekki hægt að ábyrgjast að nemendur fái allar valgreinar sem þeir hafa óskað eftir.

Eftir að valblaði hefur verið skilað inn er ekki hægt að breyta vali.

Smellið hér – Valgreinar 2022-23