Skip to content

Breiðholtsskólafréttir

Breiðholtsskólafréttir Janúar 2022 

2022-01 Breidholtsskolafrettir

Niðurfelling gjalda í mötuneyti vegna Covid
Frá 1. janúar 2022 eiga foreldrar rétt á niðurfellingu gjalda í mötuneyti vegna sóttkvíar og einangrunar
barna. Vinnuregla um niðurfellingu gjalda er eftirfarandi:
Ef börn koma ekki í grunnskóla vegna þess að starfsmenn eru í sóttkví/einangrun þá er skráð
niðurfelling gjalda hjá börnunum þann tíma sem þau geta ekki notað þjónustuna. T.d. ef skóli er
felldur niður heilan dag.
Ef börn koma ekki í grunnskólann vegna þess að þau sjálf eru í fyrirskipaðri sóttkví/einangrun
þurfa foreldrar að skila vottorði barnsins úr Heilsuveru þegar sóttkví/einangrun er lokið og þá má
skrá niðurfellingu gjalds hjá barninu þann tíma sem fram kemur á vottorðinu. Sé vottorði ekki
skilað þá eru gjöld ekki felld niður.
Ef grunnskólanum öllum, eða hluta, er lokað vegna sóttkvíar (smit í grunnskólanum) þá þarf ekki
vottorð heldur er skráð niðurfelling gjalds á öll börnin þá daga sem er lokað.
Gjöld eru EKKI felld niður ef barn er í sjálfskipaðri sóttkví (ákvörðun foreldris)


Covid – staðan í skólanum
Nemendur og starfsfólk skólans hafa aldeilis fengið sinn skerf af Covid eins og aðrir í samfélaginu.
Síðustu daga hafa um 40% nemenda verið fjarverandi vegna veikinda eða sóttkvíar. Þá hefur vantað
um 20% starfsmanna.
Allt hefur þetta áhrif á skólastarf en við höldum samt áfram og gerum eins vel og við getum. Í svona
ástandi þarf að endurskoða, forgangsraða og aðlaga verkefni að ástandinu. Það er viðbúið að kennsla raskist og falli jafnvel niður t.d. á unglingastigi. Smitrakningarteymi skólans vill þakka öllum þeim fjölda foreldra sem hafa aðstoðað við rakninguna
hverju sinni. Það er ótrúlega gott að mæta jákvæðni og skilningi þrátt fyrir símtöl frá skólanum á öllum tímum dags.
Við erum öll saman í þessu og komumst í gegnum þetta tímabil.


Starfsdagur og foreldraviðtöl
1. febrúar er starfsdagur í Breiðholtsskóla.
2. febrúar eru foreldraviðtöl og verða þau á neti í þetta sinn.
Foreldrar bóka viðtölin í Mentor á þeim tíma sem hentar þeim.
Umsjónarkennarar bóka í þau viðtöl sem þarfnast túlkaþjónustu.
Nemendur mæta með foreldrum í viðtölin.
Nemendur mæta ekki í skólann þessa tvo daga.


Opið er í Bakkaseli þessa daga fyrir alla sem eru  vanalega skráðir eftir hádegi og fyrir hádegi með því
að skrá sig inni á Vala.is.


Vetrarleyfi
Dagana 17. – 20. febrúar verður vetrarleyfi í Breiðholtsskóla. Þess daga er líka lokað í Bakkaseli.
Skemmtilegir dagar framundan
28. Febrúar – Bolludagur. Nemendur mega koma með bollu í skólann.
1. Mars – Sprengidagur.
2. Mars – Öskudagur. Nemendur mega mæta í furðufötum í skólann. Hefðbundið skólastarf verður
brotið upp í grín og glens.


Lestur – bókasafn
Í vetur hófu tveir nýir bókaklúbbar göngu sína á skólasafninu af frumkvæði nemenda. Það eru Bókaklúbbur Kidda klaufa og Galdraklúbburinn, og hafa báðir klúbbarnir slegið rækilega í gegn. Af öðrum nýjum bókaklúbbum má nefna Prinsessuklúbbinn og Ljósaseríuklúbbinn en auka þeirra hefur 3. bekkur tekið hressilega á því í Strumpaklúbbnum sem af er skólaári. Í raun er staðan þannig að starfsfólk safnsins hefur ekki undan að taka á móti skemmtilegum hugmyndum frá nemendum, og þannig er einnig í bígerð á næstu mánuðum að koma upp Dýraklúbbi og Bókaklúbbi Berts. Framundan eru svo einmitt skemmtilegir tímar með Harry Potter en undirbúningur er á fullu á skólasafninu. Meðal annars verður boðið upp á reglulegar þrautir á skjánum í matsal, Harry Potter lestrarkrónur sem gefnar eru út í samstarfi við Bókabanka Breiðholtsskóla og Gringottsbanka, spilatíma, bókamerki og margt, margt fleira. Það eru skemmtilegir tímar framundan enda er lestur bestur!


Skólaráð
Skólaráð skipa:
Ásta Bjarney Elíasdóttir skólastjóri
Ester Rún Antonsdóttir, kennari
Erla Sigurþórsdóttir, kennari
Vigdís Óskarsdóttir, stuðningsfulltrúi
Anna Margrét Sigurðardóttir, foreldri
Hildur Gunnarsdóttir, foreldri
Herdís Einarsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags
Fulltrúi 7.bekkjar nemenda í nemendaráði
Fulltrúi 10.bekkjar  nemenda í nemendaráði


Bakkasel
Það er alltaf mikið fjör í Bakkaseli en þar eru 103 börn skráð til leiks. Nánari upplýsingar um Bakkasel er á heimasíðu þeirra.

Félagsmiðstöðin Bakkinn
Bakkinn er með opið á kvöldin fyrir mismunandi árganga á unglingastigi.
Mán: 8.bekkur (19:30-22:00)
Mið: 9.bekkur (19:30-22:00)
Fös: 10.bekkur (19:30-23:00)
Bakkinn Tíu12 er með opið á daginn fyrir nemendur í 5. -7.bekk.
Mán: 5.bekkur (14:00-16:00)
Mið: 6.bekkur (14:00-16:00)
Fös: 7.bekkur (17:00-18:30)