Skip to content

Bólusetning skólabarna í Laugardalshöll

Vek athygli á því að miðvikudagurinn 12. janúar er skertur skóladagur vegna bólusetningar í 1.-6. bekk og lýkur skóla þennan dag kl. 11:00.


Bólusetningar grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu fara fram í Laugardalshöll.

Upplýsingar fyrir börn og fullorðna um bólusetningar barna gegn COVID-19 á mörgum tungumálumcovid.is/barn

Samþykki/ósk um bólusetningu

Bólusetning er alltaf val.

Þau sem fara með forsjá barns og deila með því lögheimili þurfa að skrá barn sitt í bólusetninguna. Hlekkur á skráningarsíðu: skraning.covid.is Ef stikamerki barst ekki, prófið að skrá aftur.

Þar er hægt að:

  • skrá barn sitt í bólusetningu
  • skrá aðra aðila sem heimilt er að fylgja barninu í bólusetningu
  • hafna/bíða með bólusetningu

Þegar barn hefur skráð í bólusetningu er sent strikamerki með SMS skilaboðum. Það er á ábyrgð forsjáraðila að senda strikamerkið áfram ef það vill að einhver annar fylgi barninu í bólusetningu. Það að sýna strikamerki á bólusetningastað er því ígildi samþykkis.

Nánari upplýsingar: Samþykkisferli fyrir bólusetningar 5-11 ára barna er virkt 7.1.2022

Bólusetningar skólabarna standa yfir frá kl. 12.00 til 18:00 mánudag til fimmtudags og 12:00 til 16:00 föstudag

Barnið mætir í Laugardalshöll með fylgdarmanni á réttum tíma miðað við bólusetningadag skólans og fæðingarmánuð. Fylgdarmaður er með barninu allan tímann og bíður með barninu eftir bólusetningu. Grímuskylda er bæði fyrir fullorðna og börn. Systkini mega koma á sama tíma.

Frekar upplýsingar eru að finna inn á Covid.is – covid.is