Takk fyrir veturinn
Þessi vetur hefur verið öðruvísi en allir aðrir og starfsfólk Breiðholtsskóla þakkar ykkur fyrir umburðarlyndi og skilning á takmörkuðu aðgengi að skólanum í vetur
Skrifstofa skólans verður opin til og með 16. júní frá kl. 8.00 -16.00, hægt er að nálgast óskilamuni í skólanum og eru foreldra hvattir til að nálgast þá fyrir sumarið.
Hér fyrir neðan er skóladagatal fyrir næsta vetur.
Skólasetning fyrir skólaárið 2021-2022 verður mánudaginn 23. ágúst.
Starfsfólk Breiðholtsskóla sendir öllum nemendum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur með von um að þið hafið það sem allra best í sumar.