Skip to content

Úti er ævintýri – Neysluveislan

Í maí fer unglingastig og heimsækir Miðstöð útivistar og útináms en þeir bjóða upp á skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkað skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Vordagskráin þeirra er tileinkuð unglingastigi og ber heitið, Neysluveislan. Neysluveislan er umhverfismiðaður og skemmtilegur snjall-ratleikur sem tekur fyrir málefni ábyrgrar neyslu og framleiðslu.

Efni dagskrárinnar er tileinkað umhverfismálum með sérstakan fókus á tólfta
heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Verkefnið tekur á
vistfræðilegum fótsporum helstu neysluflokka einstaklinga og veltir upp hvað við getum
gert til að gera lifnaðarhætti okkar sem sjálfbærasta.

  •  7. maí – Föstudagur – Úti er ævintýri –  Rúta – kl. 09:45 – 12:15
  • 11. maí – Þriðjudagur – Úti er ævintýri – Rúta – kl. 09:45-12:15
  • 14. maí – Föstudagur – Úti er ævintýri – Rúta – kl. 09:45 -12:15
  • 18. maí – Föstudagur – Úti er ævintýri – Rúta – kl. 09:45 -12:15

Verið velkomin í Úti er ævintýri og munið að mæta vel klædd til útiveru!