Skip to content

Verðlaunabókaklúbburinn vinsæll

Á haustönn var nemendum boðið að ganga í Verðlaunabókaklúbbinn sem inniheldur bækur sem hlotið hafa íslensku barnabókaverðlaunin. Margir lestrarsnillingar frá 3. bekk og upp úr hafa skráð sig og ber þeim saman um að þetta séu allt virkilega góðar bækur. Í bókaklúbbnum skrifa nemendur titla sem þau hafa lesið á þar til gert blað og fá óvænta glaðninga eftir ákveðinn fjölda lesinna bóka. Öllum er frjálst að ganga í Verðlaunabókaklúbbinn þar sem hver og einn les á sínum hraða – eða lætur lesa fyrir sig. Þær Guðbjörg Hera og Bjarndís luku nýlega 5 bóka markinu og fengu persónulegt bókamerki að launum. Vel gert stelpur!