Skip to content

Dagur íslenskrar tungu

Í dag héldu nemendur í Breiðholtsskóla upp á Dag íslenskrar tungu með því að hittast öll saman á fjarfundi. Bekkirnir skiptust á að flytja ljóð og syngja kvæði í tilefni dagsins. Viðburðurinn tókst einstaklega vel og var góð tilraun á breyttum tímum til að finna sameiningarmátt nemenda í skólanum.

 

Það er hefð fyrir því á Degi íslenskrar tungu að tilnefna nemendur úr hverjum skóla til Íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Stjórnendur fóru í 9. og 3.bekk afhentu tveimur nemendum verðlaun en það voru þær Júlía Wolkowicz í 3. bekk og Rannveig Lovísa Guðmundsdóttir í 9. bekk sem hlutu verðlaunin í ár. Báðar standa þær sig með sóma í íslensku og hafa náð miklum framförum í námi. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Íslenskuverðlaun ungafólksins í bókmenntaborginni Reykjavík – 16. nóvember 2020