Skip to content

Foreldrar í Breiðholtinu hlutu tvenn verðlaun af þrennum

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru veitt í 25. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hlutu foreldrar í Breiðholtinu tvenn verðlaun af þrennum.

Smellið hér til að fara á Facebook-ar síðu Heimili og skóli – Landssamtök foreldra.

Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla hlaut verkefnið Bókabrölt í Breiðholti. Foreldrafélögin fimm í Breiðholti hleyptu af stokkunum samfélagsverkefninu Bókabrölt í Breiðholti. Foreldrafélögin bjuggu hvert um sig til bókaskáp og fóstra hvert sinn bókaskáp sem eru staðsettir á fimm stöðum í Breiðholtinu en þar er hægt að gefa bók og þiggja bók. Í hillurnar má gefa allar tegundir bóka, á öllum tungumálum fyrir allan aldur. 

 

Við í Breiðholtsskóla fóstrum hilluna í Mjódd og það er vel þegið ef allir hjálpast að við að raða í hana.   

Smellið hér til að lesa frétt RÚV – Fóstra bókaskápa í Breiðholti

Það er ákaflega dýrmætt fyrir skólasamfélagið að hafa svona öfluga og duglega foreldra sem beita sér fyrir því að gera gott skólasamfélag enn betra. Gott samstarf foreldra og skóla er ómetanlegt og leiðir af sér betri skóla og virkara nærsamfélag. Við óskum Ragnheiði og foreldrafélögunum í Breiðholti hjartanlega til hamingju með verðskulduð verðlaun!

Smellið hér til að fylgjast með og taka þátt í þessu frábæra verkefni – Bókarölt í Breiðholti. 

Smellið hér til að lesa frétt á Visir.is – For­eldrar eru bestu lestrar­fyrir­myndirnar.

Dugnaðarforkur Heimilis og skóla árið 2020 er Ragnheiður Davíðsdóttir. Hún hefur setið í stjórn foreldrafélags Seljaskóla í mörg ár og verið bekkjarfulltrúi í Seljaskóla nær sleitulaust síðan árið 2004, eða þar til hún tók við formennsku í foreldrafélagi Seljaskóla. Hún hefur jafnframt af einstökum dugnaði árum saman skipulagt og haldið lífi í hverfisrölti foreldra. 

 

Ég er ánægð með foreldrasamfélagið í Breiðholti – þau eru kraftmikil, styðjandi hugmyndarík og gera gott samfélag betra. Til hamingju!

Kv. Skólastjóri Breiðholtsskóla.