Skip to content

Mikilvægar upplýsingar varðandi skólabyrjun

Skólabyrjun í Breiðholtsskóla, ágúst 2020

Við hefjum þetta skólaár af krafti og látum ekki bugast af COVID heldur fylgjum reglum sóttvarnarlæknis og tilmælum Skóla- og frístundasviðs um vinnulag.

Skólasetningardagur verður með breyttu sniði.

24. ágúst

Skólasetning og skóladagur – foreldrar mæta ekki með nemendum á skólasetningu. Einungis foreldrar barna sem eru ný í skólanum mega fylgja barninu.

9:00      2. – 4. bekkur mætir á skólasetningu í sal – skóladagur strax á eftir til kl. 13:40 Frístund er lokuð þennan dag.

10:30    5. – 7. bekkur mætir á skólasetningu í sal – skóladagur strax á eftir til kl. 13:50

13:00    8. – 10. bekkur skólasetning í sal  – heimastofa og heim kl. 13:50

24. ágúst 1. bekkingar mæta í viðtöl hjá umsjónarkennara ásamt einum forsjáraðila. Umsjónarkennarar boða sjálfir í þau viðtöl.

25. ágúst

8:20 Skólasetning hjá 1. bekk í hátíðarsal – nemendur fara með umsjónarkennara í stofu – foreldrar mæta bara í hátíðarsal en fara ekki lengra inn í húsið. Að lokinni skólasetningu er hefðbundinn skóli hjá 1. bekk.

8:20      Skóli hefst samkvæmt stundaskrá í 2. – 10. bekk

Frístund fyrir skráða nemendur í 1. – 4. bekk að skóladegi loknum.

Nokkrar umgengnisreglur vegna COVID

Ø  Takmarkað aðgengi er að húsinu og inngangar lokaðir á skólatíma.

Aðalinngangur er opinn frá 8:00-16:00.

Ø  Allir gestir koma inn um aðalinngang og geri boð á undan sér í síma 4117450.

Ø  Gestir skulu virða 2m mörkin, vera með grímu og spritta hendur.

Ø  Viðburðir með gestum takmarkaðir, (nema fjarlægðarmörk 2m séu tryggð).

T.d. skólakynning, opin hús, foreldrakaffi, leiksýningar, tónleikar.

Ø  Takmarkað aðgengi foreldra og annarra gesta inn í húsnæðið.

o   Fjarfundir þegar hægt er að koma því við.

o   2m regla, grímur, smitvarnir ef staðfundir eru nauðsynlegir.

o   Fundir fara bara fram í fundarherbergi.

o   Gestir fari ekki inn á kaffistofur eða salerni starfsmanna.

o   Gestum eru ekki boðnar veitingar og drykki t.d vatn og kaffi.

Við hvetjum ykkur til að hafa samskipti í gegnum síma, tölvupóst eða fjarfundabúnað.

Við stöndum saman, virðum sóttvarnarsáttmálann og reynum að halda úti eins eðlilegu skólastarfi og við getum.

Skólabyrjun í Breiðholtsskóla