Umsókn í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 2020-2021
Við hvetjum nemendur í Breiðholtsskóla til að sækja um og taka þátt í þessu skemmtilega ráði. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára frá öllum landshlutum. Valdir verða tíu nýir fulltrúar í ráðið. Ungmennaráðið mun fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt því að koma sínum áherslumálum á framfæri og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum. Þá veitir ungmennaráðið stjórnvöldum ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórn.
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2020. Sækið um á heimsmarkmidin.is/umsokn.