Upplýsingar fyrir vikuna 23.-27. mars
Kæru aðstandendur.
Nú er fyrsta vikan í samkomubanni liðin. Þetta hefur verið nokkuð krefjandi vika en gengið vel þökk sé samstöðu allra í skólasamfélaginu. Börnin ykkar eru að standa sig frábærlega í þessum aðstæðum sem breytast hratt þessa dagana.
Við biðjum ykkur að lesa þessi fréttabréf varðandi skipulag fyrir næstu viku. Við hvetjum ykkur einnig að fylgjast vel með vefpósti og fréttamiðlum.