Skip to content

Lifandi tónlist og hafragrautur á morgnanna

Við erum meðvituð um mikilvægi þess að börnin nærist vel til að takast á við krefjandi verkefni í skólanum. Þess vegna bjóðum við nemendum upp á frían hafragraut alla morgna. Hafrar eru nefnilega afar trefjarík fæða og innhalda steinefni, magnesíum, járn, mangan, sink og önnur mikilvæg vítamín. Í desember hefur skólahljómsveitin okkar jafnframt tekið á móti öllum á morgnanna með fallegu brosi og boðið upp á ljúfa tóna sem skapar afskaplega góða og þægilega stemningu í matsalnum.