Skip to content

Skapandi hugir og hendur í Breiðholtsskóla

Í Menntastefnu Reykjavíkurborgar er bent á að ,,Sköpun er margslungið ferli sem í grunninn byggist á forvitni, skapandi og gagnrýnni hugsun en líka á þekkingu, frumkvæði og leikni. Sköpun nær flugi þar sem áskoranir eru fjölbreyttar, spurningar eru opnar, lausnir margar og áhersla er lögð á framkvæmdina og sýnileika hennar. Í gegnum sköpunarferlið verður til eitthvað sem hefur gildi fyrir barnið sjálft, næsta umhverfi og/eða samfélagið.“ Við í Breiðholtsskóla tökum heilshugar undir þetta og hafa nemendur í sjónlistarvali unnið vel og vandlega í vetur við að skapa þessi prýðilegu listaverk sem þeir taka nú heim.