Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík.

Íslenskuverðlaununum er úthlutað árlega, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Markmið þeirra er auka áhuga nemenda á íslenski tungu og hvetja þá til framfara í ræðu og riti. Verndar verðlaunanna er Frú Vigdís Finnbogadóttir. Verðlaunin voru nú veitt í þrettánda sinn á Degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Breiðholtsskóli tilnefndi tvo nemendur að þessu sinni; þau Ibtisam EL Bouazzti í 10. bekk og Patryk Matysko í 3. bekk. Þau tóku við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpunnar laugardaginn 16. nóvember.
Ibtisam hefur ávallt lagt sig fram í íslenskunámi og náð einstökum árangri í lestri. Patryk hefur tekið stórkostlegum framförum í íslensku og sýnt góða færni og sköpunargleði þegar hann notar tungumáli.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.