Breiðholtsskóli með frábært atriði og keppir til úrslita í Skrekk.
Breiðholtsskóli tryggði sér sæti í úrslitum Skrekks í síðustu viku með atriðið Af hverju ég? Skrekkur er hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Í ár tóku samtals 24 grunnskólar þátt eða yfir 600 unglingar í frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyttu sig í leiklist, tónlist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu. Eftir standa nú 8 skólar og er Breiðholtsskóli einn þeirra. Skólarnir munu keppa til úrslita í kvöld, þann 11. nóvember og verður úrslitavöldið sýnt í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV sem hefst kl.20:05. Hér má sjá stutta kynningu og atriðið hjá okkar frábæru nemendum.