Skip to content

Fréttir af 10. bekk

Þann 11. október fékk 10. bekkur skemmtilega kynningu frá VR. Markmiðið var að fræða ungt fólk um helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Fjallað var um grunnhugtök í kjaramálum á borð við kjarasamninga, ráðningasamninga, vinnutíma, launaseðla, veikindarétt og hvíldartíma. Kynningin samanstóð af leiknum skemmtimyndböndum auk fræðslu frá kynningaraðila VR.

Hlutverk stéttarfélaga er að vernda hagsmuni félagsmanna sinna

VR að sýna hvernig lesa á launaseðilinn.

Góð samskipti er gulli betri.

10. bekkur sýndi mikinn áhuga á fyrirlestrunum.

Þann  18. október kom Þorgrímur Þráinsson með vandaðan fyrirlestur er nefnist Verum ástfangin af lífinu. Um er að ræða hvatningarfyrirlestur og er fjallað um markmiðasetningu, mikilvægi liðsheildar, vináttu og þrautsegju. Frábær vítamínsprauta fyrir nemendur